top of page

Plötusnúður í hin ýmsu tilefni

  • peturvalmundarson
  • Nov 10, 2024
  • 1 min read

Updated: Nov 14, 2024

Hvort sem sigrarnir eru stórir eða smáir þá er alltaf tilefni til að fagna. Ég hef tekið að mér að plötusnúðast í viðburðum við hinu ýmsu tilefni.

Ný vörulína frá einum vinsælasta húsgagnaframleiðanda Evrópu, hittingur vísindamanna hjá stóru lyfjafyrirtæki, mannamót stærstu lögfræðingasamtaka heims í Reykjavík o.s.frv.

Allstaðar þarf að vera tónlist.


Þægilegast er að tala um kokteilpartý þar sem þetta er yfirleitt hugsað sem tónlist í bakgrunninn. Að hafa live DJ er bara meira smart en að tengja tölvu með Spotify.


Tónlistarvalið í kokteilpartý er fyrir mér kunnugleg tónlist sem má ekki vera of áberandi en samt þannig að einn og einn finni sig knúinn til að dilla sér smá. Þetta er yfirleitt flokkað sem Lounge / Groove / House og svo er gott að læða inn einum og einum discó smelli inn á milli eins og á við. Ef fólk vill dansa þá er það velkomið en sumir viðburðarstjórar hafa einnig óskað eftir því að þeir vilji ekkert endilega mynda dansgólf.

Viðburðarstjórinn teiknar línuna og plötusnúðurinn aðlagar sig bæði að gestum og uppsetningu viðburðarsins.


Hafðu samband á netfangið petur.valmundarson@gmail.com og við plönum einkasamkvæmið í sameiningu.






 
 
 

Comments


bottom of page