top of page

Plötusnúður í brúðkaup

  • peturvalmundarson
  • Nov 10, 2024
  • 1 min read

Brúðkaup er fyrir mörgum stærsta stund lífsins og eru brúðhjónin með það markmið að gera kvöldið ógleymanlegt fyrir sig og gestina sína. Ég hef tekið að mér að vera plötusnúður í brúðkaupum í fjölda ára og eru það klárlega skemmtilegustu partýin. Hér skiptir máli að lesa salinn vel og á sama tíma reyna að spila uppáhalds lög brúðarinnar og brúðgumans ásamt því að lauma inn góðum smellum fyrir feður, mæður, afa og ömmur.


Í undirbúningi fer ég vel yfir tónlistarvalið, hvað er uppáhalds og hvað er á bannlista. Það er alltaf gott að vita svona ca. í hvaða átt maður á að fara þó í enda dagsins snúist þetta um að spila rétta stemningu og leyfa fólki að syngja með.


Ég get skaffað playlista með dinnertónlist en það á það til að gleymast í hamaganginum. Fyrir mér verður dinnertónlistin að vera með smá stemningu. Má alveg vera rómó en alls ekki of rómó.


Þegar bókun hefur átt sér stað tengi ég mig yfirleitt beint við veislustjórana og leyfi brúðhjónum að hugsa um aðra hluti.


Lítið mál er að skutlast út fyrir borgarmörk til að spila í nærliggjandi bæjum eða sveitabrúðkaupum og auðvitað hægt að semja ef um lengri ferðalag er að ræða.


Hafðu samband og við innrömmum ógleymanlegt brúðkaup.

Þess má geta að ég er í góðu sambandi við viðburðarþjónustur ef skaffa þarf t.d. myndabox eða annað skraut.


Plötusnúður í brúðkaup

 
 
 

Comentários


bottom of page